„Ég held að menn séu búnir að sýna það í síðustu leikjum að það er mikið spunnið í þetta Þórslið,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Eftir brösótta byrjun í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur Þór stigið á bensíngjöfina og fengið fjögur stig af sex mögulegum í síðustu tveimur leikjum. Liðið er komið úr fallsæti, með sjö stig í tíunda sæti.
Norðanmenn eru nú komnir í frí til 26. júní í Pepsi-deildinni vegna EM U21 árs landsliða í Danmörku.
„Ég er sáttur með að það sem við erum að leggja upp með gengur nokkuð vel. Auðvitað eru fullt af hlutum sem við getum bætt okkur í en þetta er rétt að byrja og við erum á pari," segir Páll.
Nánar er fjallað um gengi Þórs í Pepsi-deildinni í Vikudegi í dag.