"Við eigum ekki að grufla í fortíðinni"
Ég held að við séum stödd á ákveðnum krossgötum í þessu máli. Núna er lagt fyrir okkur próf, þar sem kannað er hvort við ráðum við viðkvæmt deilumál og sömuleiðis hvort við getum ráðið því til lykta með hagsmuni allra í huga, sagði Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur á fundi Samtaka atvinnurekenda á Akureyri, sem haldinn var í gær um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Dagur sagði borgarstjórn tilbúna til viðræðna við bæjaryfirvöld á Akureyri um málið. Við eigum ekki að grufla í fortíðinni, við eigum að setjast niður og finna lausnir, sagði Dagur B. Eggertsson.
Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags síðar í dag