Þeir sem gefa kost á sér skulu tilkynna það skriflega til kjörstjórnar í tölvupósti á netfangið brell@simnet.is eða bréfleiðis í pósthólf 195, 602 Akureyri. Þeir sem vilja stinga upp á frambjóðanda geri það einnig skriflega til kjörstjórnar fyrir 9. febrúar og mun kjörstjórn þá leita eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á. Allir þeir sem hafa áhuga á því að koma hugsjónum VG um kvenfrelsi, félagslegan jöfnuði, umhverfisvernd og friðarstefnu í framkvæmd eru hvattir til að gefa kost á sér. Kosningarétt hafi allir félagsmenn í VGNA miðað við 23. febrúar 2009.
Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.