„Við viljum með þessu reyna að koma til móts við okkar sjóðfélaga á erfiðum tímum." sagði Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs á vef sjóðsins. „Lækkun vaxta og þar með lækkun á greiðslubyrði er að okkar mati skynsamlegasta leiðin við núverandi aðstæður. Það er okkar skoðun að mikilvægt sé bæði fyrir okkar félagsmenn og sjóðinn að sem flestir geti staðið í skilum. Aukin vanskil og dýrar innheimtuaðgerðir munu bitna bæði á sjóðnum og okkar félagsmönnum og við viljum reyna að komast hjá slíkum aðgerðum í lengstu lög. Þetta mun að sjálfsögðu ekki leysa vanda allra en er vonandi gott framlag til þess að gera framtíðina eitthvað bærilegri."