Verkmenntaskólinn á Akureyri brautskráir 56 nemendur

Brautskráning fer fram frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun, föstudaginn 19. desember og hefst athöfnin í skólanum kl. 14.00. Að þessu verða brautskráðir 56 nemendur, 36 stúdentar, 7 matartæknar, 6 sjúkraliðar, 6 iðnaðarmenn og einn 4. stigs vélstjóri.  

Ásókn í nám í VMA hefur aukist gríðarlega fyrir vorönn næsta árs en 265 nýjar umsóknir um nám við skólann hafa borist skólayfirvöldum. Skólinn getur ekki veitt öllum sem sækja um skólavist inngöngu. Fjöldi þeirra sem kemst inn ræðst mikið af því hversu margir núverandi nemendur halda áfram á vorönn og einnig skiptir öllu hversu mikið fjárhagslegt bogmagn skólinn hefur. Í haust stunduðu 1350 nemendur nám við VMA.

Nýjast