Verkís opnar starfsstöð á Húsavík

VERKÍS, verkfræðistofa opnar á morgun  starfsstöð að Garðarsbraut 19 á Húsavík. Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri viðleitni að auka þjónustu fyrirtækisins í Norðurþingi og nærliggjandi sveitarfélögum.

VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins.  Hjá Verkís starfa um 350 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Starfsstöðin á Húsavík mun styðja við aðra starfsemi verkfræðistofunnar á landsbyggðinni en Verkís er nú þegar með starfsemi á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Ísafirði, Borgarnesi og Akranesi, segir í tilkynningu

 

Nýjast