Verkefnið “Hjólað í vinnuna” að fara af stað

Verkefni ÍSÍ „Hjólað í vinnuna" fer af stað með pompi og prakt miðvikudaginn 6. maí nk.  Nú hefur verið ákveðið að verkefninu verði hrundið af stað á Akureyri eins og í Reykjavík. Það verður gert á Glerártorgi kl. 08.30 um morguninn.  Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu "Hjólað í vinnuna".  

Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau sex ár sem verkefnið hefur farið fram. Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og á síðasta ári var það í þrjár vikur. Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 6. - 26. maí nk.

Hjólað í vinnuna er gott tækifæri til að auka samheldni og heilbrigði starfsmanna. Til að gera keppnina enn skemmtilegri er tilvalið að skora á aðrar deildir, vinnustaði, samkeppnisaðila, sveitarfélög í heilbrigða samkeppni.

Nýjast