Verður Sjallanum á Akureyri breytt í hótel?

Fær Sjallinn nýtt hlutverk í framtíðinni? Mynd: Hörður Geirsson.
Fær Sjallinn nýtt hlutverk í framtíðinni? Mynd: Hörður Geirsson.

Fjárfestar í Reykjavík hafa gert bindindi kauptilboð í Sjallann á Akureyri og gangi hugmyndir þeirra eftir, verður Sjallanum breytt í hótel. Væntanlegir kaupendur hafa sent inn erindi til bæjaryfirvalda á Akureyri og spurst fyrir hvort til greina komi að breyta staðnum í hótel. Stefán Antonsson fasteignasali hjá Þingholti í Reykjavík segir að vel hafi verið tekið í þessa beiðni innan bæjarkerfisins en málið hefur ekki fengið formlega afgreiðslu. Sjallinn er um 2000 fermetrar að stærð en Stefán segir að uppi séu hugmyndir um að bæta einni hæð ofan á húsið. Hann segir að gangi þetta allt eftir sé stefnt að því að opna hótelið fyrir sumarið 2013. Eigendur Sjallans, Þórhallur Arnórsson og Elís Árnason, hafa rekið staðinn sl. 18 ár en þessi þekkti skemmtistaður á Akureyri verður 50 ára á næsta ári.

Nýjast