Verður á hliðarlínunni á EM í Frakklandi
Jón Guðmund Knutsen, sjúkraflutningamaður frá Akureyri, mun fylgja íslenska karlalandsliðinu eftir á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst í Frakklandi í dag. Jón fer á vegum Rauða kross Íslands en hann er einn af tveimur sem valdir voru í verkefnið. Hann hélt til Frakklands á þriðjudaginn var og segist spenntur fyrir verkefninu.
Vikudagur spjallaði við Jón um Frakklands-förina og má nálgast viðtalið í prentútgáfu blaðsins sem kom út í gær.
-Vikudagur, 9. júní