Verðum að rífa okkur upp
KA og Fjölnir mætast á Þórsvelli í kvöld í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kl. 18:15. Liðin eru jöfn að stigum með sjö stig hvort, KA í fimmta sæti en Fjölnir í því sjötta. Eftir góða byrjun í deildinni hefur KA fatast flugið og tapað tveimur leikjum í röð. Fyrirliði KA, Haukur Heiðar Hauksson, segir ekkert annað en sigur koma til greina í kvöld. „Við ætluðum að snúa blaðinu við í síðasta leik en við verðum bara að gjöra svo vel að gera það í kvöld og rífa okkur upp,” segir Haukur Heiðar.
„Við verðum einfaldlega að koma sterkir til baka. Það þýðir ekkert annað. Við erum jafnir Fjölnismönnum að stigum og þetta verður eflaust hörkuleikur. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur og það verður bara að gerast,” segir hann.
Alls fara fjórir leikir fram í kvöld í 1. deild karla. Auk leiksins á Þórsvelli tekur topplið ÍA og móti ÍR, Grótta fær Hauka í heimsókn og Þróttur R. tekur á móti Selfyssingum. Fjórða umferð deildarinnar klárast svo á morgun með leik Leiknis R. og BÍ/Bolungarvíkur á Leiknisvelli.