Verðbólga ógnar samningum

Búast má við því að verðbólgan í landinu verði komin um eða yfir 5% í lok sumar að mati sérfræðinga Arionbanka sem fluttu erindi á sérstaklega vel sóttum morgunverðarfundi á bankans á Hótel KEA í morgun.  Að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur forstöðumanns greiningarsviðs gerði til þess að gera nýleg spá bankans fyrir 4,5 % en horfur eru nú á að hún verði jafnvel enn meiri.

Segir hún að enn séu í pípunum hækkanir erlendis sem ekki hafi komið fram hér á landi, og nefnir hún í því sambandi ýmsa hrávöru. Þessi spá bankans er sérstaklega athyglisverð í ljós þess að verðbólgumarkmið Seðalbankans fyrir árið 2010 eru mun lægri en þetta og kjarasamningar á vinnumarkaði gera ráð fyrir 2,5% verðbólgu.  Ef greining sérfræðinga Arionbanka reynast rétt gætu samningar því komist í uppnám.

Á fundinum í morgun sem Sigurður K Harðarson útibússtjóri stýrði og bar yfirskriftina “Efnahagshorfur í höftum” var farið vítt yfir sviðið. Auk Ásdísar Kristjánsdóttur töluðu þeir Davíð Stefánsson sérfræðingur og Hjörleifur Arnar Waagfjörð sjóðstjóri.  Fram kom hjá Davíð hann taldi lítið svigrúm fyrir Seðalabankann til að aflétta gjaldeyrishöftum og að í raun þyrfti að koma til viðbótar viðaskiptaafgangur upp á  3-4%  til að mæata þeim vanda sem við blaðsir vegan stöðu krónunar og erledra skulda.  Hjörleifur fjallaði um um einganverð almennt og benti á að það kynni að hækka eitthvað á næstunni og husanlega stuðla a ð verðbólgu ef ekki kæmi samhliða til hagvöxtur.

Nýjast