Vel heppnaður málfundur með forsetaframbjóðendum í MA
Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri stóð fyrir málfundi með forsetaframbjóðendum í gær miðvikudag, eins og dagskrain.is sagði frá.
Nemendur MA, VMA og Háskólans á Akureyri var boðið að fylgjast með og var fundurinn vel sóttur.
Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Halla Tómasson, Hildur Þórðardóttir voru í salnum en Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Guðrún Margrét Pálsdóttir sendu myndband á fundinn þar sem þau kynntu sig og sínar áherslur. Sturla Jónsson komst ekki á fundinn og gat ekki sent myndband
Þegar frambjóðendurnir höfðu fengið tækifæri til að kynna sig gafst gestum kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga úr sal. Einnig voru frambjóðendur spurðir opinna spurninga sem þeir fengu takmarkaðan tíma til að koma með skjót og hnitmiðuð svör. Nemendafélagið sá um beina útsendingu frá viðburðinum sem hægt var að streyma á youtube. Fyrir fundinn gafst nemendum kost á að senda inn spurningar á Facebook og Twitter sem síðan voru lagðar fyrir frambjóðendurna. /epe.