Vel heppnaður hugarflugsfundur um nýja menningarstefnu

Margar snjallar hugmyndir komu fram á fundinum.
Margar snjallar hugmyndir komu fram á fundinum.

Um 50 manns sóttu vel heppnaðan hugarflugsfund um nýja menningarstefnu Akureyrarbæjar sem haldinn var í Ketilhúsinu á föstudag. Þátttakendur skiptu sér niður í fimm hópa þar sem fjallað var um sjónlistir, sviðslistir, menningararfinn, ritlist og tónlist. Leitað var svara við því hver væri draumastaðan innan þessara listgreina að áratug liðnum og hvernig ná mætti markmiðunum.

Margar snjallar og skynsamlegar hugmyndir komu fram á fundinum og verður unnið áfram með þær sem innlegg í nýja menningarstefnu Akureyrarbæjar, segir á vef bæjarins.

Nýjast