Vel hefur gengið að framfylgja reglum um unglingadansleiki

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar í vikunni var rætt um hvernig gengið hefur að framfylgja reglum, sem bæjarstjórn samþykkti í mars sl., varðand leyfi til að standa fyrir unglingadansleikjum. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn mættu á fundinn vegna málsins.  

Fram kom á fundinum að vel hafi gengið að framfylgja reglunum og þær skilað sínum tilgangi. Ráðið hvetur skólastjórnendur og nemendafélög framhaldsskólanna til að kynna sér reglur bæjarins um unglingadansleiki og jafnframt að gera þá kröfu til skemmtikrafta á framhaldsskólaskemmtunum að þeir séu ekki undir áhrifum áfengis- og vímuefna.

Nýjast