Vel fylgst með Airbnb á Akureyri

Ráðhúsið á Akureyri
Ráðhúsið á Akureyri

Akureyrarbær sendir bréf til eigenda íbúðarhúsnæðis komi í ljós að verið sé að leigja það út til ferðamanna án tilskilinna leyfa. Þar er tilkynnt að húsnæðið verði skilgreint sem atvinnuhúsnæði og að fasteignagjöld komi til með að hækka í samræmi við útleiguna. Bærinn fylgist vel með vefsíðum á borð við Airbnb.com og skoðar þar hvaða hús, íbúðir eða herbergi eru boðin ferðamönnum til skammtímaleigu. Rúv sagði fyrst frá.

í morgun var farið yfir stöðu þessara mála hjá bænum, á fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar. Bærinn hefur haft þennan háttinn á síðan í janúar 2014 og fór þá meðal annars að fordæmi Reykjavíkurborgar. 

Samkvæmt yfirliti á heimasíðu Airbnb eru að minnsta kosti 60 íbúðir eða herbergi lausar til leigu síðustu vikuna í ágúst. Þær íbúðir sem þegar er búið að leigja út birtast ekki á þessu yfirliti. /epe.

Nýjast