15. febrúar, 2010 - 09:25
Fréttir
Vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er lokaður vegna snjóflóðs sem féll á veginn í nótt. Aðstæður
verða kannaðar þegar birtir, ef veðrið hefur þá gengið niður, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Ekki hefur verið kannað hvar
snjóflóðið féll eða hvað það er stórt. Úrkoma er að minnka við utanverðan Eyjafjörð og útlit fyrir að
hægt verði að kanna snjóflóðið þegar líður á morguninn.
Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu tvo ökumenn á leiðinni frá Dalvík til Akureyrar um miðnættið í gærkvöldi.
Komust þeir leiðar sinnar. Aðrar leiðir á Norðurlandi eru færar. Víkurskarð var ófært í nótt en búið var að
opna veginn fyrir klukkan sjö í morgun. Ökumaður sem lenti í vandræðum á Víkurskarði um klukkan hálf tvö í nótt
óskaði eftir aðstoð. Hann var sóttur en bíllinn skilinn eftir. Þetta kemur fram á mbl.is.