Veglegar gjafir og mikil velvild

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Sjúkrahúsinu  á Akureyri bárust gjafir frá Gjafasjóði SAk að upphæð 9,4 milljónir króna á árinu 2021 og frá Hollvinum SAk og öðrum velunnurum fyrir 8,9 milljónir. Þetta kom fram á ársfundi Sak sem fram fór á miðvikudag.

Bókfært verð tækjabúnaðar sem sjúkrahúsinu var gefinn á árinu er því 18,3 milljónir króna Stærstu gjafirnar voru hitakassi fyrir nýbura á skurðstofu, hitakassi fyrir nýbura á fæðingadeild og hitakassi fyrir nýbura á barnadeild. Á fundinum kom fram að stjórnendur og starfsfólk SAk þakka þann velvilja og hlýhug í garð sjúkrahússins sem gjafirnar endurspegla.

Ánægja með þjónustuna

Í lok árs kannaði Gallup viðhorf íbúa á Norður- og Austurlandi til þjónustu og starfsemi sjúkrahússins. Niðurstaðan var sú að 88% aðspurðra sögðust bera mikið traust til sjúkrahússins og 92% þeirra sem höfðu nýtt sér þjónustuna sl. 12 mánuði voru ánægð með hana.


Athugasemdir

Nýjast