Veðurklúbburinn Dalbæ spáir mildum nóvember
Veðurklúbburinn á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, kom saman til fundar á þriðjudag 1. nóvember.
Hvað varðar veðurhorfur á næstunni, segir í tilkynningu frá Veðurklúbbnum, að tungl kviknaði 30. okt. í SV kl. 17:38. Þetta tungl er ráðandi fyrir veður í nóvembermánuði og boðar milt veður í mánuðinum. Nokkuð vindasamt verður og úrkoma talsverð. Mest rigning en slær þá í slyddu af og til. Áttir verða breytilegar.
Þá var farið yfir sannleiksgildi veðurspár fyrir októbermánuð á fundinum og voru félagar ánægðir með hversu vel hefði til tekist.
Veðurvísa október og nóvember mánaðar
Í október hefst skólinn,
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt,
í norðurljósageym.
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt,
í norðurljósageym.