Varúðar þörf við Selfoss í Jökulsá á Fjöllum

Þarna, eins og víðar, er veruleg hætta á ferðum, að mati Harðar Jónassonar, ef menn fara ekki með fy…
Þarna, eins og víðar, er veruleg hætta á ferðum, að mati Harðar Jónassonar, ef menn fara ekki með fyllstu gát.

Hörður Jónasson frá Árholti á Húsavík, bifreiðastjóri með meiru, fer víða um landið með farþega á vegum Fjallasýnar. Hörður er jafnan með myndavélina í för og rekst oftar en ekki á og vekur athygli á ýmsu sem vel er gert og öðru sem betur má fara.

Hann birti á dögunum myndina hér að ofan  og eftirfarandi varnaðarorð: „Selfoss í Jökulsá á Fjöllum. Örin bendir á slóð eftir ferðafólk og væntanlega bílstjóra og/eða leiðsögumann þess sama hóps,  þar sem gengið er á snjó og klakabrú og áin rennur í kvíslum þarna undir. Þarna er stórhætta og engin veit hvað klakabrúin er sterk né hvenær hún gefur sig.

 Það má líka benda á að á þessum stað er nánast ekkert útsýni yfir fossinn.“

Reit Hörður í Árholti. JS

 

Nýjast