Mikil hálka er nú á götum Akureyrar og á göngu- og hjólreiðastígum. Bæjarbúar eru hvattir til að fara varlega. Eins og myndin sýnir taka aðstæður sem þessar völdin af ökumönnum. Þessi bíll endaði á snjóruðningi milli akgreina við Glerárgötu. Þótti þetta nokkuð snyrtilega gert, en þó ekki til eftirbreytni.