Vararafstöð í kortunum fyrir slökkviliðið

Ólafur Stefánsson fyrir framan slökkvistöðina á Akureyri.
Ólafur Stefánsson fyrir framan slökkvistöðina á Akureyri.

Unnið er að því að finna lausn sem tryggir slökkvistöðinni á Akureyri rafmagn þó rafmagn fari af að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra. Þegar eldur kom upp í Glerárskóla í síðustu viku gerði rafmagnsleysi á slökkvistöðinni það að verkum að slökkviliðið tafðist um einhverjar mínútur á vettavang.

Vakti það athygli margra að ekki er vararafstöð fyrir jafn mikilvæga stofnun og slökkviliðið.

„Það er alltaf alvarlegt ef viðbragðstími lengist og verður allt gert til að laga það sem fór úrskeiðis. Mjög brýnt er að bregðast við og tryggja að viðbragðstími verði innan ásættanlegra marka,“ segir Ólafur í samtali við Vikublaðið.

Vegna brunans í Glerárskóla féll skólahald niður í tvo daga í síðustu viku en hófst aftur á mánudaginn var.


Athugasemdir

Nýjast