Varar við sameiningu HA og HÍ

Háskólahátíð Háskólans á Akureyri var í morgun og var þetta jafnframt eins konar kveðjuathöfn fyrir Þorstein Gunnarsson rektor, sem mun láta af störfum um mánaðarmót eftir 15 ára setu í stóli rektors. Í ræðu Þorsteins við brautskráningu kandídata kom fram mikil bjartsýni fyrir hönd skólans og gagnrýndi hann jafnframt harðlega hugmyndir um sameiningu háskóla í tvo skóla nokkur hundruð metra hvorn frá öðrum í Vatnsmýrinni í Reykjavík, eins og hannn orðaði það. Taldi hann þessar hugmyndir ógna öllu sjálfstæðu háskólastarfi á landsbyggðinni. Salurinn stóð upp í lok ræðu Þorsteins og hyllti hann með mjög löngu og kraftmiklu lófataki.

Brautskráningin á háskólahátíðinni í morgun var sú tuttugasta  frá háskólanum og  fórr fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Alls voru 289 kandídatar brautskráðir og er skipting þeirra eftir deildum á þann veg sem hér segir:
Hug- og félagsvísindadeild: 156
Heilbrigðisdeild 64:
Viðskipta- og raunvísindadeild: 69

Nýjast