Eftir að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi, Friðrik Sigurðsson, ákvað að hætta, urðu verulegar breytingar á varamannalista flokksins og ekki eingöngu vegna brottfarar Friðriks, heldur vegna breytinga á aðstæðum fólks sem listann skipuðu fyrir síðustu kosningar og hefðu þar með getað komið inn sem varamenn í sveitarstjórn.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings voru samþykktar beiðnir fjögurra aðila á lista D-lista um lausn frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið. Þeirra Þóru Kristínar Sigurðardóttur, Jóns Ketilssonar, Karólínu Kr. Gunnlaugsdóttur og Friðgeirs Gunnarssonar.
Á sama fundi voru samþykkt kjörbréf nýrra varamanna fyrir lista Sjálfstæðisflokkins í Norðurþingi, þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar, Jóhönnu S. Kristjánsdóttur og Kristrúnar Ýrar Einarsdóttur. JS