Við beinum þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemenda á því að skólinn muni ekki líða slíka háttsemi. Því mælumst við til þess að foreldrar og aðrir forráðamenn verði upplýstir í dag og gert grein fyrir hvernig skólinn muni bregðast við brotum af þessu tagi. Jafnframt verði nemendur hvattir til að taka afstöðu gegn slíku atferli, athygli vakin á gagnkvæmri virðingu og gildi þess að nemendur sýni hver öðrum tillitsemi, segir í tilkynningu frá Heimili og skóla.