Var Freddy Krüger í framboði á Húsavík?

Freddy þessi hefði aldrei fengið atkvæði á Húsavík.
Freddy þessi hefði aldrei fengið atkvæði á Húsavík.

Glöggur kvikmyndaáhugamaður sem var að grauta í framboðslistunum fyrir bæjarstjórnarkosningar á Húsavík 2002, taldi báða listana vel mannaða. En lagði hinsvegar til að frambjóðendur númer 1 á Þ-lista og númer 15 á H-lista færu fram sameiginlega, þeir Friðfinnur Hermannsson og Þorsteinn Krüger.

Friðfinnur var jafnan kallaðir Freddi, þannig að við sameiningu þessara sæta  yrði til súperframbjóðandinn Freddy Krüger, sem margir þekkja, af reyndar ýmsu misjöfnu, úr kvikmyndasyrpunni um Martröðina á Álmstræti.

Og blessuð sé minning öðlingsins Friðfinns Hermannssonar, sem var flestum fremri af mannviti og gæsku. JS


Athugasemdir

Nýjast