Vandræði KA-manna halda áfram í 1. deild karla í knattspyrnu en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í kvöld er liðið lá gegn Selfossi á Selfossvelli. Lokatölur 3:0 fyrir heimamenn. Andri Freyr Björnsson skoraði tvívegis fyrir Selfyssinga en Viðar Kjartansson eitt mark. KA situr í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki, en Selfoss er í fínum málum með 13 stig í öðru sæti.
Alls fóru fjórir leikir fram í kvöld í 1. deild karla og úrslitin eftirfarandi:
Haukar-ÍA 0:1
Fjölnir-Grótta 0:0
BÍ/Bolungarvík-HK 2:1
Selfoss-KA 3:0