Valur valtaði yfir Þór/KA

Þór/KA tapaði illa fyrir Íslandsmeisturum Vals er liðin mættust á Vodafonevellinum í kvöld í lokaleik fjórðu umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur urðu 6:1 sigur Vals. Valur hafði 3:0 forystu í hálfleik þar sem Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði tvívegis og Dagný Brynjarsdóttir eitt mark. Mateja Zver minnkaði muninn fyrir Þór/KA snemma í síðari hálfleik en Valsstúlkur svöruðu með þremur mörkum fá þeim Caitlin Miskel, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Logadóttur.

Með sigrinum er Valur komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV. Þór/KA hefur sex stig í fjórða sæti.

Stöðuna í deildinni má sjá hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=23423

Nýjast