Valur sigraði í eina leik dagsins

Aðeins einn leikur fór fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag en fimm leikjum var frestað vegna veðurs. Þór sótti Val heim þar sem lokatölur urðu 2:1 fyrir heimamenn. Kolbeinn Kárason kom Val yfir skömmu fyrir leikhlé en Sveinn Elías Jónsson jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik. Það stefndi allt í jafntefli en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma fékk Valur dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Rúnar Már Sigurjónsson.

Valsmenn fara með sigrinum upp í fjórða sætið 35 stig en Þór situr í níunda sæti með 21 stig. Tuttugusta umferðin klárast á morgun en þá fara fram fimm frestuðu leikirnir.

Nýjast