Valur sigraði á Opna Norðlenska

Valsmenn báru sigur úr býtum á opna Norðlenska mótinu í handbolta sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Sex lið tóku átt í mótinu, Akureyri, Valur, Haukar, Stjarnan ÍR og Afturelding.

Valur hafði betur í úrslitaleik á móti Haukum þar sem lokatölur urðu, 26:22, og Akureyringar urðu í þriðja sæti eftir sigur á Aftureldingu, 25:22.

Sturla Ásgeirsson hornamaður úr Val var valinn besti leikmaður mótsins en hann var jafnframt markahæstur á mótinu með 30 mörk.

Hlynur Morthens úr Val var valinn besti markvörðurinn, Matthías Árni Ingimarsson úr Haukum var valinn besti varnarmaðurinn og Stefán Rafn Sigurmannsson úr Haukum besti sóknarmaðurinn

 

Nýjast