Valur og Þór/KA mætast á Vodafonellinum í kvöld
Fjórða umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu klárast í kvöld með einum leik, en þá mætast Valur og Þór/KA á Vodafonevellinum. Þrír leikir fóru fram í gær þar sem ÍBV hélt sigurgöngu sinni áfram og hefur 12 stig á toppnum eftir 2:0 sigur gegn Þrótti. Stjarnan hefur níu stig í öðru sæti.
Aðeins eitt stig skilur á milli Vals og Þór/KA fyrir leikinn í kvöld. Valur hefur sjö stig í þriðja sæti en Þór/KA sex stig í því fjórða og því um toppslag að ræða.„Þetta er leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. Þannig að þetta verður eflaust hörkuleikur,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Þórs/KA, við Vikudag um leikinn, en nánar er rætt við Hlyn í Vikudegi í dag.