Óskað var eftir að félagsmálaráð gerði tillögu að forgangsröðun þessara lóða m.t.t. lóðavals fyrir
nýtt hjúkrunarheimili. Félagsmálaráð leggur til eftirfarandi forgangsröðun lóða fyrir nýtt hjúkrunarheimili: 1. við Naust
í Naustahverfi, 2. Krossanesreitur, 3. Kelduhverfisreitur. Félagsmálaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar sjái um verkefnið og
skipi byggingarnefnd. Ennfremur lagði félagsmálaráð til að vinnuhópur um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar verði lagður
niður.