Valgerður gefur kost á sér í 2. sæti

Valgerður Gunnarsdóttir 6. Þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokk ætlar að gefa kost á sér í annað sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta tilkynnti hún á Facebooksíðu sinni.

„Ég hef sent tilkynningu til kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þess efnis að ég gef kost á mér í 2. sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Ég vil gjarnan nýta áfram þá dýrmætu reynslu sem ég hef fengið á Alþingi undanfarin 3 ár, til starfa fyrir land og þjóð,“ segir Valgerður í tilkynningunni.

Nýjast