Valgeir Guðjónsson og gestir í Hofi í maí

Valgeir Guðjónsson á að baki langan feril.
Valgeir Guðjónsson á að baki langan feril.

Valgeir Guðjónsson er nú á leið í Hof með gamalt og nýrra samstarfsfólk úr Stuðmönnum, Spilverki þjóðanna og öðrum sveitum, sem stígur á stokk og rifjar upp ástsæl verk langs og farsæls ferils. Búast má við spaugsömum og fjörugum tónleikum þar sem gestir taka hraustlega undir og dansa jafnvel sitjandi. Sérstakir gestir á tónleikum í Hofi verða: Diddú - Ragnhildur Gísladóttir - Jakob Frímann Magnússon Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistar- og gleðimenn: Ásgeir Óskarsson trommur - Tómas Tómasson bassi - Jón Ólafsson hljómborð og söngur - Stefán Már Magnússon gítarar og raddir - Eyjólfur Kristjánsson gítar söngur og raddir. Í tilefni af afmæli Valgeirs í janúar síðastliðnum gaf Sena út veglegt safn 70 laga og texta frá ferli hans. Útgáfan ber nafnið Spilaðu lag fyrir mig, sem er jafnframt yfirskrift tónleikanna.

Tónleikarnir í Hofi fara fram miðvikudaginn 16. maí kl. 20.00 en forsala hefst á morgun fimmtudag kl. 13.00, með sérstöku forsölutilboði. Valgeir Guðjónsson hefur lagt gjörva hönd á tónlistarplóg þjóðarinnar síðustu fjóra áratugina. Hann starfaði með hljómsveitunum Spilverki Þjóðanna og Stuðmönnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og eftir það undir eigin merki. Valgeir hefur verið verið afkastamikill sem tónskáld og textaskáld og tónverkaskrá STEFs telur nærri sexhundruð verk hans. Auk þess að hafa samið fjölda vinsælla laga og texta hefur liggur eftir Valgeir tónlist við fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, en hann lagði um árabil til tónlist í fjölda sjónvarpsþátta vestanhafs, sem hljómaði á Discovery Channel og dreifikerfi Public Broadcasting Service.

 

Nýjast