Væta víðast hvar

Gert er ráð fyr­ir frek­ar hægri aust­lægri átt á land­inu í dag, bú­ast má við að vind­ur verði um 8–13 metr­ar á sek­úndu norðaust­an­lands fram yfir há­degi. Bú­ast má við vætu í öll­um lands­hlut­um, en sunn­an- og vest­an­lands rof­ar held­ur til þegar líður á dag­inn. Líkur eru á að sjá­ist til sól­ar, þó að enn megi gera ráð fyr­ir  skúr­um síðdeg­is.

Hiti verður frá 7 stig­um á land­inu aust­an­verðu og upp í 18 stig um landið vest­an­vert. 

Á morg­un stefn­ir í hæg­an vind og áfram­hald­andi skúr­ir víða, en lík­ur eru á að þurrt verði að mestu suðaust­anlands og á Austfjörðum og jafn­vel bjart þegar líður á dag­inn. Þá mun einnig hlýna aust­an­lands.

 

Nýjast