Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma 58 m í síðustu viku

Mynd/Valgeir Bergmann
Mynd/Valgeir Bergmann

Vaðlaheiðargöng lengdust um 58,5 m í síðustu viku og er áframhald á góðum gangagreftri eftir dapra tíð í byrjun ársins. Búið er að grafa 95,5% af heildarlengd eða 6.885 m. Eftir er að bora 321 m en á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga segir að með sömu framvindu séu um fimm og hálfa vika í gegnumslag, eða í byrjun maí.

„Jarðfræðilegar fóru batnandi í vikunni. Þykkt setlag sem grafið hefur verið í síðan í desesmer 2016 var að mestu horfið í byrjun vikunnar, að undanskildum vinstri vegg þar sem setið var framan af viku,“ segir á Facebook-síðu ganganna.

 

Nýjast