Vaðlaheiðargöng - bráðabirgðabrú fyrir vinnuumferð boðin út
Vegagerðin, f.h. Vaðlaheiðarganga hf., hefur óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við bráðabirgðabrú fyrir vinnuumferð, í
tengslum við gerð Vaðlaheiðarganga. Um er að ræða tilboð í gerð stöpla undir bráðabirgðabrú yfir Hringveg (1) við
fyrirhugaðan munna Vaðlaheiðarganga, gerð fyllingu undir brúarstólpa og gerð bráðabirgðavegar til
að auðvelda aðkomu á svæðið.
Fylling undir stöplana kemur úr sprengdu grjóti sem taka á úr forskeringu við göngin. Framkvæmdir við verkið má hefja 10. október og skal þeim að fullu lokið 30. nóvember nk. Tilboð verða opnuð þann 13. september nk.