Útvarpsstöðin Plús987 hefur hætt starfsemi
Útvarpsstöðin Plús987 á Akureyri hefur hætt starfsemi vegna rekstrarerfiðleika. Ágúst Örn Pálsson, einn eigenda, segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og því hafi verið ákveðið að hætta. Það er erfitt að reka svona stöð í bænum og skuldastaðan er ekki góð, sagði Ágúst. Útsendingarsvæði stöðvarinnar var Akureyri og næsta nágrenni, starfsmenn voru rúmlega 10 og þar af einhverjir í hlutastarfi.
Ágúst segir að búnaður stöðvarinnar sé til sölu og hann vonast til einhverjir áhugasamir kaupi hann og hefji útvarpsrekstur í bænum á ný. Útvarpsstöðin Plús987 höfðaði fyrst og fremst til ungs fólks og var eina útvarpsstöðin á Akureyri með svæðisbundnar útsendingar. Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri framkvæmdi símakönnun dagana 9. 16. október sl. og svöruðu henni 506 bæjarbúar. Þetta var áður en Plús987 hætti útsendingum og í könnunni kemur m.a. að um 14% allra svarenda hlustuðu á stöðina í hverri viku og þar af hlustuðu 3% daglega. Í aldurshópnum 1830 ára hlustuðu hins vegar 42% vikulega og 14% hlustuðu á útvarpsstöðina á hverjum degi.