Útskriftarnemar í Hrafnagilsskóla styrkja Hetjurnar

Nemendurnir og tveir kennarar í skólaferðalaginu í vor.
Nemendurnir og tveir kennarar í skólaferðalaginu í vor.

Nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk í Hrafnagilsskóla s.l. vor ákváðu að gefa afganginn af ferðasjóði sínum til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi. Upphæðin, kr. 274.526, var lögð inn á reikning félagsins fyrir nokkrum dögum. Hópurinn var öflugur í fjáröfluninni og þau gátu gefið þessa upphæð þrátt fyrir að hafa farið í skemmtilegt skólaferðalag á vordögum.

Hópmyndin af krökkunum var tekin í skólaferðalaginu sl. vor en þarna voru þau að fara í litbolta ásamt tveimur kennurum.

 

Nýjast