„Það eru nokkur misstór byggingafyrirtæki farin á hausinn hér á svæðinu. Ég er að gera kröfur fyrir félagsmenn á fimm fyrirtæki núna af öllum stærðum." Á meðan vinna við stærri verk hefur minnkað, hefur færst í aukana með vorinu að fólk sé að láta vinna minni verk fyrir sig heima við. „Það hefur komið kippur í allskyns viðhaldsverkefni. Hvort sem það eru týpísk sumarverk eða eitthvað annað. Það er að hjálpa okkur mikið og er að fleyta okkur áfram yfir sumartímann."
Heimir lýtur svörtum augum á framtíð byggingariðnaðarins í Eyjafirði. „Mér líst illa á haustið. Ég sé engar forsendur fyrir því að þetta sé eitthvað að fara af stað aftur. Það er ekkert að gerast og ég held að næsti vetur verði okkur erfiður. Það er ekki bjart framundan hjá byggingamönnum hér í Eyjafirði," segir Heimir.