Slökkvilið Akureyrar fór í 2.146 útköll á árinu 2011. Um er að ræða 4,4 % fækkun í heildarútköllum á milli áranna 2010 og 2011. Samkvæmt upplýsingum Þorbjörns Guðrúnarsonar slökkviliðsstjóra, voru dælubílar liðsins kallaðir út 85 sinnum á síðasta ári sem er 25% fækkun á milli ára. Sjúkrabílar voru kallaðir út 1.590 sinnum sem er 5,8% fækkun á milli ára. Hins vegar fjölgaði sjúkraflugum um tæp 7% á milli ára.
Á árinu urðu talsverðar breytingar hjá Slökkviði Akureyrar en 1. desember sl. lauk þjónustu þess á Akureyrarflugvelli og fækkaði liðsmönnum því tengdu um 10. Endurnýjaðir voru samningar við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflug og sjúkraflutninga með bílum út árið 2012.