26. maí, 2009 - 16:14
Fréttir
Á síðasta fundi félagsmálaráðs Akureyrar var lagt fram minnisblað til Árna Páls Árnasonar félags- og
tryggingamálaráðherra. Félagsmálaráð bendir þar á að það feli í sér mismunun að þjónusta
Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna skuli einungis vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin fyrir sérhæfða
ráðgjafaþjónustu sé mjög brýn og virðist fara vaxandi. Því þurfi sem fyrst að opna útibú frá
Ráðgjafastofunni á Akureyri fyrir Norður- og Austurland.