Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA í síðustu viku.
Þetta var í 83. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 160 umsóknir. Úthlutað var 18 milljónum króna til 67 aðila.
Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir.
í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 17 aðilar styrki, samtals 2,6 milljónir króna.
Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 24 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 8,8 milljónir króna.
13 ungir afreksmenn hlutu styrkupphæð kr 150.000.-
13 verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 4,7 milljónir króna
Styrkþegana má finna með því að smella hér