10. febrúar, 2021 - 20:21
Fréttir
Dagskráinni verður dreift í hús á morgun.
Vegna lokunar Ásprents sl. mánudag þá seinkar útgáfu Dagskrárinnar um einn dag og verður henni því dreift á morgun, fimmtudag, þessa vikuna. Beðist er velvirðingar á þessari seinkun.
Af sömu ástæðum mun Vikublaðið eingöngu koma út á rafrænni útgáfu þessa vikuna og verður blaðið aðgengilegt á vefnum á morgun. Hefðbundið prentað blað mun koma út í næsta fimmtudag.