Úrskurðaður í gæsluvarðhald - Neitar sök

Maðurinn sem lögreglan á Akureyri handtók í gær vegna gruns um vopnað rán í verslun Samkaup/Strax við Borgarbraut í fyrradag neitar sök í málinu.

Hann er grunaður um að hafa ógnað starfsmanni með hnífi og neitt hann að opna peningakassa, og haft þaðan á brott með sér fjármuni.
Hinn grunaði var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í morgun og hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Maðurinn sem er um tvítugt er sagður hafa komið til kasta lögreglu áður.
samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri stendur rannsókn málsins enn yfir. Ekki hefur fengist upp gefið hversu mikið fjármagn maðurinn hafði á brott með sér.

Nýjast