Úrbætur á æfingasvæði KA og Akureyrarvelli

Á síðasta fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar voru skoðaðar úrbætur á æfingasvæði íþróttafélagsins KA og hvort og hvað þurfi að gera til að Akureyrarvöllur geti þjónað  KA sem keppnisvöllur.  

Í framhaldinu var samþykkt að fela starfsmönnum FA í samráði við íþróttafulltrúa og fulltrúa KA að skoða hvort og hvaða úrbætur eru nauðsynlegar á æfingasvæði KA og Akureyrarvelli, svo hann geti nýst enn um sinn sem keppnisvöllur og leggja fram tillögur þess efnis.

Nýjast