13. janúar - 20. janúar 2021
Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur
21. nóvember, 2020 - 09:00
Þröstur Ernir Viðarsson - throstur@vikubladid.is

„Allt hófst þetta nú með óveðurskaflanum í desember 2019 og var þeim varla lokið þegar undirbúningur hófst hvað Covid-19 varðar sem hefur síðan haldið okkur við efnið og gerir enn,“ segir Hermann Karlsson.
Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Skráðu þig inn til að lesa
Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.
Verð frá 2.690 kr. á mánuði.
Nýjast
-
Verkfræðingur í eldhúsinu
- 17.01
Freyr Ingólfsson er efnaverkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem á Íslandi. Hann er búinn að vera að hrærast í kísiliðnaðinum undanfarin 4 ár og ný tekinn við sem framkvæmdastjóri framleiðslu Elkem á Íslandi en var þar á undan hjá PCC BakkiSilicon sem hráefnasérfræðingur, framleiðslustjóri og framkvæmdastjóri lokavöru. Freyr hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna. -
„Ekki einfalt að hefja nýtt líf rúmlega fimmtugur“
- 16.01
Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr. -
„Ánægjulegt að geta loksins opnað“
- 15.01
Líkamsræktarstöðvar landsins fengu að í vikunni með miklum takmörkunum þó eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einungis eru leyfðir hópatímar þar sem allt að 20 manns mega koma saman. Í World Class verður boðið upp bæði þol-og styrktarþjálfun í hópatímum. Sigurður Gestsson hefur starfað sem einkaþjálfari í áraraðir og á stóran kúnnahóp í World Class. Hann fagnar því að nú sé hægt að opna að einhverju leyti. „Þetta er búið að vera ansi langur tími og því ánægjulegt að geta opnað, þó þetta sé mjög takmarkað fyrst um sinn. En það er betra en ekkert og mér líst vel á þetta,“ segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. Í venjulegu árferði er Sigurður að þjálfa hálfan daginn og á móti sinnir hann ýmsum viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði í World Class-stöðvunum á Akureyri. „Ég hef því einbeitt mér algjörlega að því undanfarna mánuði og hef t.d. verið að flísaleggja klefana og skipta út ljósum og gera við tæki. Það er ýmislegt sem fellur til og ég reyni að nýta tímann vel,“ segir Sigurður. -
Vilja skoða persónukjör fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar
- 15.01
Bæjarfulltrúar á Akureyri almennt hlynntir því að taka upp persónukjör í sveitarstjórnarkosningum -
Akureyri, „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“
- 14.01
Það var Spilverk þjóðanna sem spurði Reykjavíkina okkar fyrir nokkrum áratugum titilspurningarinnar að ofan í samnefndu lagi. Frá því að Spilverkið spurði þessarar spurningar hefur byggðamynstur á Íslandi þróast á óvenjulegan máta. Tveir þriðjungshlutar tiltölulega fárra íbúa landsins eru saman þjappaðir í einu borgarsamfélagi á suðvesturhorninu. Önnur lönd sem fara nærri því að vera svona „einnar-borgar“ eru oftast byggð á litlum skikum þar sem borgarmörkin falla saman við landamærin. Af þessum ástæðum koma reglulega fram hugmyndir um að auka jafnvægi í vegasalti byggðar og lands með einhvers konar borgarvalkosti við höfuðborgarsvæðið, sem væri þá Akureyri af augljósum ástæðum. Þetta hefur einhvern veginn oftast verið meira í orði en á borði, en fyrir skemmstu var sett af stað átaksverkefni ráðuneytis um framtíð Akureyrar. Meðal annars gert til skilgreiningar á „meginkjarna landshluta“ og „svæðisbundnu hlutverki“. Umræða um eflingu Akureyrar hefur hins vegar átt það til að þvælast fljótt í karp um hugtökin, „bæi“ eða „borgir“ með þeim afleiðingum að áform um markmið og aðgerðir gufa upp áður en yfir lýkur. Til eru viðmið af ýmsu tagi um borgir, þ.á.m. skilgreining OECD fyrir Evrópuborgir út frá ýmsum eðlisþáttum byggðar sem og íbúafjölda (50 þús. að lágmarki). Í Bretlandi var reyndar löngum gengið út frá því að bærilega myndarleg dómkirkja dygði til þess að Englandsdrottning viðurkenndi þéttbýlisstað sem borg. En öll þessi mörk eru túlkanleg með ólíkum hætti og er raunin sú að algildar alþjóðlegar skilgreiningar á því hvað greinir litlar borgir frá stórum bæjum eru ekki til. -
Vikublaðið kemur út í dag
- 14.01
Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis: *Með því að afnema minni-og meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar hefur verið rætt um að nú sé tækifæri til að hafa persónukjör í næstu sveitarstjórnarkosningu... -
Sjö virk smit á Norðurlandi eystra og allt landamærasmit
- 14.01
Fimm smit eru á Akureyri og tvö á Húsavík. -
Hlíðarfjall opnar á morgun
- 14.01
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar á morgun, föstudaginn 15. janúar, en með ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19. Veðurspáin er býsna góð og því stefnir allt í frábæra helgi, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Gerð er sú krafa að allir gestir skíðasvæð... -
Skoða að taka á móti kvótaflóttamönnum
- 14.01
Fjölskylduráð Norðurþings skoðar að taka þátt í tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytisins um móttöku á flóttafólki. Hróðný Lund félagsmálastjóri Norðurþings sat kynningu ráðuneytisins í desember og upplýsti ráðið um efni kynningarinnar í vikunni. Hún...