Uppskeruhátið tónlistarskólanna eða Nótan, byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og að efnisskráin endurspegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnáms. Á milli tónleika verður kaffisala. Kynnir á tónleikunum er Gunnar Gíslason, fræðslustjóri á Akureyri. Í lok seinni tónleika á laugardag verða viðurkenningar afhentar og tilkynnt hverjir verða fulltrúar tónlistarskóla af svæðinu á lokatónleikum Nótunnar sem eru í Reykjavík 27. mars nk.