Hann segir að fyrirtæki þurfi að endurskoða stefnu sína með tilliti til breyttra aðstæðna á markaði og þurfi því að horfa til aukinnar hagræðingar þar sem áherslur og verkefnastaða hafi breyst. "Engar breytingar hafa verið gerðar á starfsmannahópnum á Akureyri frá hruni fjármálamarkaða og var reynt að fara aðrar leiðir en önnur fjármálafyrirtæki þurftu að fara í en því miður varð ekki hjá þessu komist miðað við hvernig markaðurinn hefur þróast. Stöðugildi Byrs á Akureyri eru í dag 21 en fyrir sameiningu árið 2008 voru þau 22,84."
Örn Arnar segir að einnig hafi þurft að grípa til svipaðra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu en í mun minna mæli en almennt hafi verið hjá fjármálafyrirtækjum.