19. janúar, 2007 - 11:31
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var rætt um fyrirhugað landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2009. Bæjarráð horfir til uppbygginar á félagssvæði Þórs en Framsóknarmenn vilja endurbyggja Akureyrarvöll. Bæjarráð fól Sigrúnu Björk Jakbobsdóttur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Íþróttafélagsins Þórs um fyrirliggjandi tillögur um uppbyggingu vegna landsmótsins á svæði félagsins.
Jóhannes Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun. "Framsóknarflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að endurbyggja eigi Akureyrarvöll og halda þar Landsmót UMFÍ. Akureyrarvöllur á að vera framtíðarkeppnisvöllur knattspyrnu og frjálsíþróttafólks en æfingasvæði íþróttafélaganna notuð með líku sniði og verið hefur og mun ekki af veita þar sem þau eru nú þegar ofnýtt."