Fulltrúar frá 24X24 Glerárdalshringum, sendu á dögunum erindi til skipulagsnefndar, þar sem leitað var eftir samvinnu og fjármagni til
ýmissa framkvæmda við uppbyggingu útivistar- og fjallgöngusvæðis á Glerárdal.
Skipulagsnefnd lagði til að stofnaður yrði starfshópur til að yfirfara stöðu mála almennt hvað varðar nýtingu og verndun Glerárdals
sem taki mið af óskum hinna ýmsu hagsmunaðila. Jafnframt að unnið verði deiliskipulag af svæðinu í heild.